1. febrúar 2022
Greitt úr Félagsmannasjóði SGS í annað sinn
Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS.
21. janúar 2022
Réttindi starfsmanns við uppsögn á almennum vinnumarkaði
Meginreglan er sú að einungis á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsögn, aðrar reglur gilda um starfsfólk sveitarfélaga og ríkis. Framkvæmd uppsagnarinnar á almennum vinnumarkaði skal vera skrifleg og á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns.
18. janúar 2022
Stytting vinnuvikunnar ekki gengið eins og stefnt var að hjá sveitarfélögunum
Varða - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði könnun meðal starfsfólks sveitarfélaganna sem er í félögum SGS.
18. janúar 2022
Slysaréttur starfsmanns er virkur í fjarvinnu
Samkvæmt lögum og kjarasamningum eiga fjarvinnustarfsmenn að njóta sömu réttinda og aðrir sambærilegir starfsmenn í starfstöð atvinnurekanda. Sömu skilyrði gilda þegar kemur að aðbúnaði, hollustuháttum og slysum sem verða við vinnu fjarvinnustarfsmanna.
14. janúar 2022
Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS - starfsfólk sveitarfélaga
Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.