14. september 2013
16 félög hafa veitt SGS samningsumboð
Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasambandið og félög þess unnið hörðum höndum við undirbúning næstu kjarasamninga. Undirbúningurinn hófst formlega síðasta vetur með kjaramálaráðstefnum sem SGS stóð fyrir, en síðan þá hafa félögin, hvert í sínum ranni, haldið undirbúningnum áfram.
Fjölmargir fundir hafa verið haldnir, kannanir gerðar og nú að undanförnu hafa félögin verið að móta sínar kröfug…
4. september 2013
Ertu verktaki eða starfsmaður?
Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem…
27. ágúst 2013
Vafasöm vímuefnapróf
Persónuvernd hefur undanfarna mánuði fengið fjölda ábendinga vegna vímuefnaprófana á vinnustöðum og skráningu persónuupplýsinga um starfsmenn. Í mánuðinum birti Persónuvernd álit sitt og kemur þar fram að vafi leiki á að heimildir séu fyrir slíkum prófum. Ekki er fjallað um þau í lögum eða kjarasamningum og þó að atvinnurekendur fái samþykki starfsmanna fyrir slíkum prófum þá er ekki víst að þa…
21. ágúst 2013
Atvinnuleysi ekki mælst lægra í tæplega fimm ár
Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,1% hér á landi í júlí sl., en atvinnuleysi hefur ekki mælst svo lágt hjá Hagstofunni síðan í október 2008. Þess má geta að atvinnuleysið mældist 4,4% í júlí 2012 og hefur því minnkað um 1,3% síðan þá. Atvinnuleysi mældist 3,6% meðal karla í könnuninni en 2,6% meðal kvenna.
Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsókn…
19. ágúst 2013
Staðall um launajafnrétti
ASÍ, SA og velferðarráðuneytið höfðu forgöngu um gerð staðals um launajafnrétti kynjanna í samræmi við bókun aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 og bráðabrigðaákvæði jafnréttislaga nr. 10/2008. Verkið var unnið undir leiðsögn Staðlaráðs Íslands og með aðkomu fjölmargra aðila.
Staðlaráð Íslands hefur gefið út staðal sem er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að…