21. september 2016
Atvinnuleysi var 2,9% í ágúst
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2016, sem jafngildir 85,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.200 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst…
15. september 2016
Landsvirkjun samþykkir keðjuábyrgð
Því ber að fagna að Landsvirkjun hefur samþykkt reglur um keðjuábyrgð, en reglunum er ætlað að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir þessum reglum í langan tíma og Starfsgreinasambandið hvetur önnur opinber fyrirtæki og stof…
9. september 2016
Kjarasamningar SGS á prentformi
Allir helstu kjarasamningar Starfsgreinasambandsins eru nú tilbúnir á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA, samningur SGS við Bændasamtök Íslands, samningur SGS við Landssambands smábátaeigenda og nú síðast kom samningur SGS við ríkið úr prentun. Nú vantar aðeins prentútgáfu af samningi SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, en verið er að…
8. september 2016
Fjárfestum í hæfni starfsmanna - ný skýrsla
Í janúar 2016 tók til starfa verkefnahópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem var ætlað að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum niðurstöðum til úrbóta. Þess má geta að Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar stéttarfélags, sat í verkefnahópnum.
Afurð hópsins var skýrsla sem kom út í gær undir y…!--more-->
7. september 2016
Vel heppnaðir viðburðir á Fundi fólksins
Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur fólksins fór fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni um síðastliðna helgi. Það má með sanni segja að hátíðin hafi tekist vel, enda fjölmargir áhugaverðir viðburðir í boði auk þess sem veðrið lék við hátíðargesti. Stríður straumur fólks var á hátíðina báða dagana og góð þátttaka í mörgum viðburðum. Þá gerðu fjölmiðlar hátíðinni góð skil og streymdu RÚV og Vísir…