16. júní 2011
Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf.
Starfsgreinasamband fyrir hönd eftirtalinna félaga: Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Afl-starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Báran stéttarfélag hefur skrifað undir samning við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela þeirra.
Helstu breytingar á kjarasamninunum eru þessar:
Eingreiðsla að upphæð 50.000kr verður greidd út hverjum st…
14. júní 2011
Sýnum ábyrga afstöðu og greiðum atkvæði!
Kæru félagsmenn
Við minnum á að á morgun, miðvikudaginn 15.júní, er síðasti séns að póstleggja atkvæði sitt í kosningunni um kjarasamning SGS f.h. aðildarfélaga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Atkvæðaseðlar skulu hafa borist fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 21.júní 2011
Látið ykkur málið varða, takið afstöðu og kjósið!
Kveðja,
Starfsgreinasamband Íslands
9. júní 2011
Slitnað upp úr kjaraviðræðum milli Starfsgreinasambands Íslands og sveitarfélaganna
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna sleit á sjöunda tímanum í kvöld viðræðum sínum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2010 og hafa viðræður um nýjan kjarasamning staðið yfir með hléum frá áramótum. Deilur standa milli aðila um launatöflu sem sveitarfélögin hafa boðið og leggja ofuráherslu á að ná fram.
Fjölme…
6. júní 2011
Tilkynning - Vísun kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga, mótmælir harðlega þeirri stefnu sveitarfélaganna að draga til baka þær leiðréttingar sem starfsmenn þeirra innan SGS, hafa fengið á undanförnum árum.
Tillaga SNS er í algjörri andstöðu við þá launastefnu sem mörkuð hefur verið á vinnumarkaðnum á liðnum vetri. Samningar hafa nú verið lausir í sex má…
3. júní 2011
Sveitarfélögin segja konum á lágum launum stríð á hendur og snúa samræmdri launastefnu á hvolf!
Grein rituð af Signý Jóhannesdóttur, formanni samninganefndar SGS við sveitarfélögin.
Á liðnum vetri hefur verið lögð mikil vinna í það að finna leiðir til að auka kaupmátt launafólks. Mikil áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu laun, en hafa jafnframt möguleika á að koma til móts við millitekjuhópa sem setið hafa eftir í þeim hremmingum sem dunið hafa yfir. Þann 5. maí var skrifað undi…