27. október 2014
41. þing ASÍ afstaðið
Þriggja daga þingi Alþýðusambands Íslands lauk síðastliðinn föstudag, en þingið var að þessi sinni haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið sátu rúmlega 300 þingfulltrúar frá 51 félagi innan ASÍ. Þar af komu 109 þingfulltrúar frá félögum innan Starfsgreinasambandsins.
Gylfi endurkjörinn
Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins á þinginu, en Gylfi hlaut 74,5% eða 201 atkvæði …!--more-->
21. október 2014
41. þing Alþýðusambands Íslands
41. þing Alþýðusambands Íslands hefst á morgun (miðvikudag) á Hilton Reykjavik Nordica og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Samfélag fyrir alla - jöfnuður og jöfn tækifæri. Á þingið mæta tæplega þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu. Á þinginu verða tillögur að breytingum á lögum AS…
20. október 2014
Vegið að jafnrétti til náms
"Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands krefst þess að fyrirhugaðar breytingar á umhverfi framhaldsskólanna, sem munu bitna af þunga á nemendum eldri en 25 ára, verði endurskoðaðar. Íslenskar aðstæður eru um margt sérstakar og varhugavert að heimfæra stöðuna á Norðurlöndum upp á Ísland. Hér á landi hefur ungt fólk haft aðgang að vinnumarkaðnum, ólíkt nágrannalöndunum, sem gerir það að verku…
14. október 2014
Verkalýðssfélag Akraness fagnar 90 ára afmæli
Í dag, 14. október 2014, fagnar Verkalýðssfélag Akraness (VLFA) 90 ára afmæli sínu. Félagið hefur fagnað stórafmælinu á ýmsan hátt að undanförnu, m.a. með útgáfu á afmælisblaði félagsins og tvennum tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi. Í dag lauk svo formlegum hátíðarhöldum með opnu húsi á skrifstofu félagsins á milli kl. 14 og 16. Boðið var upp á léttar veitingar og mættu fjölmargir gestir til fagn…
8. október 2014
Aldan: Fjárlagafrumvarpið nagli í líkkistu velferðarsamfélagsins
Stjórn Öldunnar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með stefnu ríkisstjórnar Íslands sem birtist við gerð fjárlagafrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi.
Stjórn Öldunnar stéttarfélags lýsir yfir miklum vonbrigðum með stefnu ríkisstjórnar Íslands sem birtist við gerð fjárlagafrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi. Það sætir undrun að þe…!--more-->