30. október 2013
Umsögn SGS um forsendur fjárlagafrumvarpsins
Starfsgreinasamband Íslands hefur sent inn umsögn um um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014. Sambandið harmar það að ekki var haft samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fjárlaga þrátt fyrir yfirlýsingar í stjórnarsáttmálanum um samráð í meðal annars skattamálum, enda sé ljóst að margar breytingar sem áætlaðar eru í ríkisfjármálum muni hafa bein áhrif á kaupmátt launa…
25. október 2013
Hlutastörf kvenna og karla
Færri konur vinna hlutastörf á Íslandi en í flestum öðrum Norðurlöndunum (að Finnlandi undanskildu) en enginn þó eins lítið og íslenskir karlar, þeir eru langflestir í fullum störfum. Það er ljóst að hlutastörf eru töluvert algengari á hinum Norðurlöndunum og miklu algengari alls staðar meðal kvenna en karla. Flestar konur segja ástæðu þess að þær vinna hlutastörf vera vegna fjölskylduaðstæðna og…
22. október 2013
SGS opnar nýjan vef
Nýr og endurbættur vefur Starfsgreinasambands Íslands var settur í loftið á þingi sambandsins sem lauk sl. föstudag. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS. Lögð er áhersla á stílhreint útlit, einfalda uppbyggingu og síðast en ekki síst að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt. Á…
18. október 2013
Vel heppnuðu þingi SGS lokið
4. þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk rétt eftir hádegi í dag á Akureyri. Samþykktar voru fjórar ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál, kjaramál og ríkisfjármál. Að auki var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt og fræðslustefna Starfsgreinasambands Íslands. Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag)…
17. október 2013
Mikilvægt að ná tökum á genginu
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, flutti erindi á 4. þingi SGS sem fram fer á Akureyri. Ólafur Darri fjallaði m.a. um þróun og horfur í kjaramálum, launaþróun á liðnum árum og vanda landsins í gengis- og verðlagsmálum. Hann sagði að það væri dauft yfir efnahagslífinu og að ekki væri mikilla breytinga að vænta og að óstöðugleika í gengi gerði landinu erfitt fyrir. Hann minntist á að framunda…