1. júlí 2011
Kjarasamningur við sveitarfélögin
Starfsgreinasamband Ísland fyrir hönd aðildarfélaga skrifaði undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga í gærmorgun eftir langar og strangar viðræður.
Samningurinn fer í kynningu í næstu viku en sjá má kynningarbæklinginn hér
Samningurinn er í takt við þá kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið undanfarið og má sjá hann í heild sinni hér
1. júlí 2011
Kjarasamningur við Landssamband Smábátaeigenda
Samninganefnd SGS fyrir hönd aðildarfélaga var rétt í þessu að undirrita kjarasamning við Landssamband Smábátaeigenda.
Samningurinn í heild sinni er hér
27. júní 2011
Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur
Starfsgreinasamband Íslands f.h. aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun undirrituðu nýjan kjarasamning í síðustu viku. Samningurinn var kynntur og lagður fyrir félagsmenn til atkvæðagreiðslu á fimmtudag og föstudag.
Á kjörskrá voru 30 manns
Kosningaþátttaka var 57% eða 17 manns
Já sögðu 17 eða 100%
Enginn sagði nei, og engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn.
Samninginn má finna hér
24. júní 2011
Kjarasamningur samþykktur
Kjarasamningur SGS f.h. aðildarfélaga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Á kjörskrá voru: 1.492 manns
Atkvæði greiddu: 494 eða 33%
Já sögðu: 458 manns eða 92,8%
Nei sögðu: 35 manns eða 7,1%
Auðir og ógildir: 3 seðlar eða 0,1%
Kjarasamningurinn er því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.
21. júní 2011
Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun
Starfsgreinsamabandið fyrir hönd aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun hafa undirritað nýjan kjarasamning.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og atkvæði greidd um hann í vikunni og niðurstöður kosninganna verða kynntar mánudaginn 27.júní.
Samningurinn er að flestu leyti eins og samningur SGS við SA. Launahækkanir eru sama prósenta og um sömu eingreiðslur er að ræða. Samningur þessi fylgir sa…