5. júlí 2024
Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til 15. júlí næstkomandi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
4. júlí 2024
Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn
Í gær, 3. júlí, undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá hafa samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar getað unað við. Þau fundarhöld báru loksins árangur í gær.
4. júlí 2024
Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur
Atkvæðagreiðslu er lokið um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjunar sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið og vinna við rekstur, viðhald og aðra þjónustu í dreifikerfum og aflstöðvum sem eru í rekstri.
1. júlí 2024
Atkvæðagreiðsla hafin um nýjan kjarasamning við ríkið
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til 8. júlí næstkomandi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
26. júní 2024
SGS undirritar nýjan kjarasamning við ríkið
18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu.