26. október 2018
Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ
Talning í kjöri til forseta Alþýðusambands Íslands er lokið og féllu atkvæði þannig að Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir Mar Albertsson fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.
Drífa Snædal er 45 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum og vinnurétti frá Háskólanum í Lundi. Drífa hefur sta…
23. október 2018
Þriggja daga þing ASÍ hefst á morgun
Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Starfsgreinasambandið á 119 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins. Á þinginu verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. Ljóst er að nýr forseti ASÍ og tveir varaforsetar verða kjörnir auk þess sem búast má við n…
19. október 2018
Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?
Laugardaginn 10. nóvember næstkomandi mun Starfsgreinasambandið, í samstarfi við Jafnréttisstofu og AkureyrarAkademíuna, standa fyrir námskeiði sem er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram milli kl. 10:00 og 17:00 í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri.
Dagskrá námskeiðsins:
- A…
19. október 2018
Kvennafrí 2018 – kvennaverkfall
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufundi sem fram fara víða um land. Kjörorðin í ár eru Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!
Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að …!--more-->
19. október 2018
Nei, þetta er ekki heimtufrekja. Þvert á móti.
Það eru söguleg tímamót að öll aðildarfélögin innan Starfsgreinasambands Íslands standa saman að kröfugerð í komandi kjaraviðræðum. Það gefur augaleið að sameinuð standa félögin sterkar að vígi við samningaborðið. Við mótun kröfugerðarinnar var grasrótin virkjuð og kallað var eftir sjónarmiðum sem flestra.
Félögin hafa nú birt kröfur sínar, annars vegar gagnvart atvinnurekendum og hins vegar gag…!--more-->