19. nóvember 2014
Þing EFFAT
4. þing EFFAT, evrópskra samtaka launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði fer fram dagana 20.-21. nóvember næstkomandi og er þingið haldið í Vínarborg í Austurríki. Að þessu sinni verður kastljósinu beint að þeim skelfilegu áhrifum sem fjármálakreppan hefur haft á lífs- og starfsskilyrði launafólks víðsvegar um Evrópu. Þingfulltrúum er jafnframt ætlað að móta stefnu samtakanna næstu fimm…
14. nóvember 2014
Vel heppnaður fræðslufundur
Í gær stóðu Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Samtök Fiskvinnslustöðva (SF) fyrir fræðslufundi um afkastahvetjandi launakerfi í fiskvinnslum. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsakynnum Einingar-Iðju á Akureyri. Fundinn sóttu rúmlega 10 trúnaðarmenn sem starfa í fiskvinnslum á Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og víðar. Áður höfðu sambærilegir fundir verið haldnir bæði í Vestmannaeyjum og í R…
11. nóvember 2014
Félagsliðafundur á Akureyri
Félagsliðar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hittust á Akureyri mánudaginn 10. nóvember til að ræða sameiginleg hagsmunamál og njóta fræðslu. Fræðsludaginn sátu félagsliðar af öllu landinu auk þess sem fjarfundarbúnaður var nýttur fyrir félagsliða í Höfn í Hornafirði. Mikil ánægja var með daginn og skýr skilaboð komu frá félagsliðum til stéttarfélaganna um áherslumál næstu árin. Eitt stærs…
5. nóvember 2014
Nóg um að vera í fræðslumálum í nóvember
Það má með sanni segja að nóg sé um að vera í fræðslumálum innan SGS um þessar mundir, en nú í nóvember stendur sambandið fyrir alls fimm námskeiðum og fræðslufundum af ýmsum toga.
Síðastliðinn mánudag hélt SGS, í samstarfi við Samtök fiskvinnslustöðva (SF), námskeið vegna afkastahvetjandi launakerfa í fiskvinnslum, en námskeiðið sóttu bæði trúnaðarmenn fiskvinnslufyrirtækja og starfsmenn aðildar…
29. október 2014
Atvinnuþátttaka 82,4% á íslenskum vinnumarkaði
Samkvæmt nýjustu Hagtíðundum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn voru að jafnaði 190.400 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2014. Þetta þýðir um 1% fjölgun frá sama tíma ári áður og 82,4% atvinnuþátttöku. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 40.800 og er það fjölgun um 3,8%. Atvinnuþátttaka kvenna var 79,4% og karla 85,3%. Þess má geta að á þriðja ársfjórðungi…