22. nóvember 2024
Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof.
21. nóvember 2024
Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
Í vikunni stóð SGS stóð fyrir fræðsludegi fyrir kjaramálafulltrúa aðildarfélaga sinna í samstarfi við ASÍ. Mæting var með besta móti en um 20 kjaramálafulltrúar nutu leiðsagnar Halldórs Oddssonar, lögfræðings ASÍ, við að vinna verkefni sem lögð voru fyrir hópinn.
6. nóvember 2024
Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóvember
Um síðustu mánaðarmót tóku gildi nokkur ný kjarasamningsbundin ákvæði hjá fólki sem starfar eftir kjarasamningum SGS við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
18. október 2024
Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ
Rétt í þessu lauk þriggja daga þingi Alþýðusambands Íslands þar sem Finnbjörn A. Hermannsson hlaut endurkjör í embætti forseta sambandsins. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags var kjörin í embætti annars varaforseta ASÍ. Í embætti fyrsta varaforseta var kjörinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og í embætti þriðja varaforseta var kjörin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
16. október 2024
46. þing ASÍ sett í dag
Þing Alþýðusambands Íslands var sett í morgun, í 46. sinn, undir yfirskriftinni Sterk hreyfing, sterkt samfélag. Meiri hluti þessa fyrsta þingdags var opin gestum og boðið upp á fjölda fyrirlestra, erinda og pallborða tengd þeim málefnum sem munu svo verða til umfjöllunar á þinginu næstu daga. Þingið sitja 71 fulltrúi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og er þeim óskað góðs gengis í þeirri vinnu sem framundan er næstu daga.