7. desember 2016
Síðasti formannafundur ársins
Næstkomandi föstudag (9. desember) heldur Starfsgreinasambandið sinn síðasta formannafund í ár og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fimmta formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna lífeyrismál, vinnustaðaeftirlit, niðurstöður þings ASÍ o.fl. Áætlað er að funduri…
25. nóvember 2016
2,7% atvinnuleysi í október
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 197.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2016, sem jafngildir 82,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 192.200 starfandi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,7%. Samanburður mælinga fyrir október 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan j…
25. nóvember 2016
Erindrekstur forystu SGS
Erindrekstur forystu Starfsgreinasambandsins stendur nú yfir og hefur framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður heimsótt 13 aðildarfélög af 19 á Vestur-, Norður og Suðurlandi auk Reykjaness. Rætt hefur verið um framtíð Starfsgreinasambandsins, áherslur og áskoranir verkalýðshreyfingarinnar við stjórnarfólk verkalýðsfélaganna. Stefnt er að því að erindrekstrinum ljúki í febrúar og verður þá unnið…
15. nóvember 2016
Desemberuppbót 2016
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
Upphæðir desemberuppbót…!--more-->
14. nóvember 2016
Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl.13:15 - 16:30. Yfirskrift fundarins er Lærum í skýinu. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Aðalfyrirlestari fundarins er Alastair Creelman sem fjallar um hvert stefnir í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Alastair starfar við Linneus Uni…