14. febrúar 2025
Kjarasamningar SGS komnir í endurbættan búning
Eitt af hlutverkum Starfsgreinasambandsins er að gefa út þá kjarasamninga sem sambandið á aðild að, bæði á prenti og á stafrænu formi (PDF). Sambandið hefur á undanförnum mánuðum unnið að svokölluðum heildarútgáfum á þeim samningum sem undirritaðir voru 2024 og hefur sú vinna m.a. falið í sér nýja uppsetningu og breytt útlit. Allt umbrot er nú orðið stílhreinna og staðlaðra sem gerir samningana mun læsilegri fyrir vikið. Þá er komin skýrari litapalletta sem hjálpar til við aðgreiningu samninganna og mun sambandið koma til með að nota viðkomandi liti í auknum mæli á öðrum miðlum, s.s. nýrri vefsíðu sem fer senn í loftið.
8. janúar 2025
Hvatning til ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja - yfirlýsing Breiðfylkingarinnar og SA
Með samstilltu átaki tókst að gera tímamótakjarasamninga í upphafi síðasta árs, Stöðugleikasamninga með skýr markmið.
25. desember 2024
Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
Samkvæmt núgildandi kjarasamningi SGS og Samtaka Atvinnulífsins hækka laun þann 1. janúar 2025. Kauptaxtar hækka þá um 5,6% en 23.750 kr. að lágmarki, en laun þeirra sem ekki eru á taxtalaunum hækka um 3,5% en þó að lágmarki um 23.750 kr.
23. desember 2024
Gleðilega hátíð
Starfsgreinasamband Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu á nýju ári.
17. desember 2024
Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
Á fundi formanna SGS þann 10. desember síðastliðinn var m.a. umræða um þá þróun sem orðið hefur í leikskólamálum víða um land, þar sem daglegur vistunartími er styttur í 6 klukkustundir en gjald fyrir dvalartíma umfram þann tíma er hækkað verulega. Í tilefni þess sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktun.