31. mars 2016
Skorað á heilbrigðisráðherra
Tuttugu og tvö stéttarfélög um allt land á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera hafa skorað á heilbrigðisráðherra að löggilda starfsheitið félagsliði. Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil en lítið hefur gengið. Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðsto…
31. mars 2016
Fræðsludagur félagsliða
Nær þrjátíu félagsliðar af öllu landinu hittust á Selfossi 30. mars til að bera saman bækur sínar, fræðast og fjalla um stöðu stéttarinnar. Félagsliðar eru vaxandi stétt en hafa því miður ekki notið þeirrar stöðu sem sjálfsögð er til dæmis með að löggilda starfsheitið félagsliði sem heilbrigðisstétt. Áskorun hefur verið send á heilbrigðisráðherra í kjölfar bréfaskipta og funda og eru bundnar vonir…
22. mars 2016
Mansal á vinnumarkaði – Handbók fyrir starfsfólk stéttarfélaga
Starfsgreinasamband Íslands hefur gefið út handbók um mansal á vinnumarkaði, en handbókinni er ætlað að auðvelda starfsfólki stéttarfélaga að þekkja mansal, geta greint það og ekki síst að upplýsa um hvert á að snúa sér þegar grunsemdir um mansal vakna. Í bókinni er m.a. að finna skilgreiningar á mansali sem og upplýsingar um helstu einkenni og vísbendingar um mansal á vinnustöðum eða meðal starfs…
17. mars 2016
Nýr kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda
Starfsgreinasambandið undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda vegna starfsfólks sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi annarra en þeirra sem eru hlutaráðnir. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu. Samið var um sams konar hækkanir og samið var um í almenna kjarasamningnum á milli ASÍ og SA, þ.e. til viðbótar við þá samninga sem…
16. mars 2016
SGS færir ASÍ gjöf í tilefni 100 ára afmælisins
Starfsgreinasamband Íslands ákvað að færa Alþýðusambandi Íslands gjöf í tilefni aldarafmælisins en gjöfin er hundrað þúsund króna framlag í minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar. Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Eðvarð Sigurðsson var formaður Dagsbrúnar…