16. júlí 2014
Skuld ríkisins við launafólk
Í síðustu kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum, sem undirritaðir voru í desember 2013, var gerð tilraun til að vinna gegn verðbólgu. Í staðinn sætti launafólk sig við minni launahækkanir en ella. Þessi aðferð var umdeild og höfðu ekki allir trú á henni eins og sást þegar samningarnir voru felldir í stórum stíl. Þeir samningar sem voru á endanum samþykktir byggðust þó á sömu hugmyndinni, að best…
14. júlí 2014
Ertu verktaki eða starfsmaður?
Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem la…
9. júlí 2014
Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings
Dagana 11.-22. júlí næstkomandi fer fram atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var þann 1. júlí sl. Í þetta skiptið verður atkvæðagreiðslan með rafrænum hætti og fer hún fram á vef Starfsgreinasambandins, www.sgs.is. Í dag fá allir kosningabærir aðilar sent bréf þar sem má m.a. finna leiðbeiningar um rafrænu atkvæðagreiðsluna. Með bréfinu…
4. júlí 2014
Félagsliðar á Norðurlandi hittast
Boðað var til samráðsfundar félagsliða á Norðurlandi til að ræða launamál, stöðu félagsliða og framtíðarsýn. Á fundinn mættu 13 félagsliðar þrátt fyrir skamman fyrirvara og sumarfrí.
Hugur var í félagsliðum að kynna betur námið og störf sem félagsliðar sinna en það vill brenna við að félagsliðanámið sé ekki metið til launa og ekki sé auglýst eftir félagsliðum sérstaklega. Ákveðið var að ráðast í…
2. júlí 2014
Samið við sveitarfélögin
Starfsgreinasamband Íslands undirritaði samninga við Samband Íslenskra sveitarfélaga í gærkveldi fyrir hönd þrettán aðildarfélaga sinna (AFL starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Ve…