7. júní 2016
Framtíðin er björt!
Starfsgreinasambandið boðaði til fundar ungs fólks í tengslum við útvíkkaðan formannafund sambandsins í Grindavík í byrjun júní. Aðildarfélögum bauðst að senda tvo fulltrúa undir þrítugu og voru félögin hvött til þess að hafa fulltrúana af sitt hvoru kyninu. 19 manns tóku þátt í fundinum frá 10 aðildarfélögum sambandsins og var meðalaldur þátttakenda um 26 ár.
Tilgangur fundarins var annarsvegar…!--more-->
6. júní 2016
Barátta hótel- og veitingastarfsfólks í Noregi skilaði árangri
Nýlega átti hótel- og veitingastarfsfólk í Noregi og stéttarfélög þess í hörðum átökum við viðsemjendur sína vegna kröfu um hækkun lægstu launa. Eftir fjögurra vikna verkfall náðist loks samkomulag milli aðila um samningsrétt, hækkun launa og sérstaka hækkun lægstu launa. Samkomulagið var undirritað 21. maí síðastliðinn og var það í framhaldinu samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Það er mál mann…
3. júní 2016
Ályktanir frá formannafundi SGS
Tveggja daga útvíkkuðum formannafundi SGS lauk á hádegi í dag, en fundurinn var haldinn í Grindavík. Fundurinn ályktaði um þrjú mál; um keðjuábyrgð og hrakvinnu, um ungt fólk innan SGS og um samningsrétt. Ályktanirnar í heild má lesa hér að neðan.
Ályktun um keðjuábyrgð og hrakvinnu
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní 2016 fagnar breytingum Reykjav…!--more-->
1. júní 2016
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk sveitarfélaga og ríkisins
Starfsgreinasambandið hefur gefið út nýja kauptaxta fyrir þá sem starfa hjá sveitarfélögum og ríkinu. Gildistími kauptaxtanna er frá 1. júní 2016 til 31. maí 2017.
-Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá ríkinu
-Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum
31. maí 2016
Vinna barna og unglinga
Í gær sendi Vinnueftirlitið bréf til stéttarfélaga, fyrirtækja, stofnana og annarra sem málið varðar þar sem fjallað er um vinnu barna og unglinga. Í skrá Vinnueftirlitsins fyrir árin 2010-2015 kemur fram að vinnuslys meðal ungs fólks eru algeng en á þessu tímabili voru 420 vinnuslys tilkynnt hjá 18 ára og yngri. Vinnueftirlitið vill því vekja athygli á reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og un…