11. júlí 2016
Hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð
Að gefnu tilefni vill Starfsgreinasambandið minna á að í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð frá og með 1. júlí 2016. Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og tók fyrsta breytingin gildi 1. júlí sl. Hækkunin gildir um þá sem eru aðilar að framan…
7. júlí 2016
Kjarasamningar SGS á prentuðu formi
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli félagsmanna á að nú má nálgast hluta kjarasamninga sambandsins á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA, samningur SGS við Bændasamtök Íslands og samningur SGS við Landssambands smábátaeigenda. Aðrir samningar eru í vinnslu og koma vonandi úr prentun á næstu vikum.
Hafi félagsmenn hug á að nálgast einta…
28. júní 2016
Árangur Íslands í algleymingi
Það er óhætt að segja að sigur Íslands á Englendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær hafið vakið athygli víða - eðlilega, enda um að ræða stórkostlegan árangur. Sigurinn virðist ekki hafa farið fram hjá systrafélögum SGS á Norðurlöndunum því í dag hefur hamingjuóskum rignt inn til SGS frá fjölda félögum þar sem íslenska liðið er lofsamað og hvatt áfram til frekari afreka.
Starfsgreinasambandi…
20. júní 2016
Mansalsverkefni hlýtur styrk úr jafnréttissjóði
Þann 19. júní var úthlutað 100 milljónum úr jafnréttissjóði og hlaut verkefni sem Starfsgreinasambandið er í forsvari fyrir 2 milljónir. Verkefnið heitir „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri“ og er markmið verkefnisins að auka þekkingu hér á landi á mansali, miðla þeirri vinnu sem unnin hefur verið síðustu tvö árin og styrkja tengsl við erlenda aðila til að auðvelda samstarf í framtíðinni. Styr…!--more-->
10. júní 2016
Nýr kjarasamningur við NPA miðstöðina
Fyrr í dag undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningsviðræður hafa staðið yfir í dágóðan tíma og liggur mikil og góð samvinna samningsaðila að baki samningsins. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018 og tekur hann til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks. Þá tekur samningurinn mið af aðalk…