3. september 2014
Starfsfólk skyndibitastaða í Bandaríkjunum boðar hertar aðgerðir
Síðastliðið vor fjallaði Starfsgreinasambandið um mótmælaaðgerðir sem starfsfólks skyndibitastaða víðs vegar um heiminn efndu til, en þá mótmæltu þúsundir í um 150 borgum og kröfðust hærri launa og bættra starfsskilyrða. Voru þau mótmæli þau stærstu sinnar tegundar frá upphafi. Starfsfólk skyndibitakeðja í Banadaríkjunum hyggst nú ganga lengra í mótmælum sínum en áður og hvetja jafnvel til borgara…
29. ágúst 2014
Formenn lýsa þungum áhyggjum af ferðaþjónustunni
Fram kom í máli margra formanna sem sátu samninganefndarfund hjá Starfsgreinasambandinu á fimmtudaginn var, að ástandið í kjaramálum fólks sem starfar innan ferðaþjónustunnar hefur aldrei verið jafn slæmt. Í sumar hafa komið óvenju mörg mál inn á borð stéttarfélaganna sem fjalla um að ekki eru greidd laun samkvæmt kjarasamningum. Einn fundarmanna gekk svo langt að segja: „Það er varla að það komin…
28. ágúst 2014
Samninganefnd SGS hefur kjarabaráttu vetrarins
Í dag kom samninganefnd Starfsgreinasambandsins saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara. Um var að ræða fyrsta formlega fund nefndarinnar í haust. Í nefndinni sitja formenn allra þeirra aðildarfélaga sem veitt hafa sambandinu umboð til kjarasamningsgerðar við Samtök atvinnulífsins - alls 16 talsins um allt land.
Á fundinum var farið yfir vinnuna sem er framundan varðandi endurnýjun kjaras…
27. ágúst 2014
Jafnrétti í 40 ár
Norðurlöndin hafa átt með sér samstarf um jafnréttismál í 40 ár og fögnuðu því með ráðstefnu í Reykjavík í gær (þriðjudaginn 26. ágúst). Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Eygló Harðardóttir velferðarráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir og Margot Wallström, sem unnið hefur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum í stríðsátökum. Hún hefur einnig gegnt ráðherradómi í Svíþjóð.
Á ráð…
25. ágúst 2014
Annasamur vetur framundan
Starfsgreinasamband Íslands hefur að undanförnu skipulagt vetrarstarfið, en ljóst er að verkefnin sem bíða eru bæði mörg og krefjandi. Þar mun eðli málsins samkvæmt mæða mest á gerð nýrra kjarasamninga, en kjarasamningar SGS og Samtaka atvinnulífsins verða lausir þann 28. febrúar næstkomandi, sem og allir sérkjarasamningar sambandins. Þá renna samningar SGS við ríkið og Samband íslenskra sveitarfé…