22. desember 2019
Jólakveðja SGS 2019
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
20. desember 2019
Staðan í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann seinnagang sem verið hefur í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkið. Það er algerlega óboðlegt fyrir félagsmenn að kjaraviðræður hafi staðið núna meira og minna frá vormánuðum án þess að skila niðurstöðu.
6. desember 2019
Verkalýðsfélag Akraness vinnur mál gegn Sambandi íslenskra sveitafélaga fyrir Félagsdómi
Í vikunni féll dómur í Félagsdómi í máli Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Sambandi íslenskra sveitafélaga. Málið varðaði kjarasamning sem gerður var 2016, en í honum var samþykkt að verða við ósk Sambands íslenskra sveitafélaga að láta kjarasamninginn ekki gilda til 1. janúar 2019 heldur til 31. mars 2019, þ.e.a.s. lengja samninginn um þrjá mánuði.
28. nóvember 2019
SGS fordæmir boðaðar hækkanir sveitarfélaga
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega þeim hækkunum sem eru að koma fram víða hjá sveitarfélögunum um þessar mundir. Þar má nefna hækkanir á einstökum gjaldskrám á um annan tug prósenta, yfirgengilegar hækkanir á launum bæjarstjórnarmanna og verulegar hækkanir og breytingar á leigukjörum í félagslegu húsnæði. Fasteignagjöld hafa einnig hækkað mikið undanfarin ár og þó sum sveitarfélög hafi lækkað álagningarhlutfallið vegur það alls ekki upp á móti hækkun á fasteignamati.
18. nóvember 2019
Desemberuppbót 2019
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.