12. desember 2011
Ríkisstjórnin svíkur almennt launafólk
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands samþykkti á fundi sínum þann 12 desember 2011 að mótmæla áformum ríkistjórnarinnar um að skattleggja lífeyrissjóði þar sem slíkt mun leiða til skerðingar á lífeyrisréttindum á almennum vinnumarkaði og auka frekar á þann ójöfnuð sem er á lífeyrisréttindum á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Með þessu svíkur ríkisstjórnin loforð sín frá því vi…
14. nóvember 2011
Starfsgreinasamband íslands hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi verkafólks
Starfsgreinasamband Íslands hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi á meðal verkafólks með stutta skólagöngu. Nýjar atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunnar sýna að tæplega tólf þúsund einstaklingar voru atvinnulausir á öllu landinu í lok október. Atvinnuleysi mælist nú 6,8% að meðaltali í landsvísu en hæst er atvinnuleysið á Suðurnesjum (11,5%) og á höfuðborgarsvæðinu (7,7%). Þannig búa um 84% al…
3. nóvember 2011
Svört atvinnustarfsemi alvarlegt samfélagsvandamál
Niðurstöður úr átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka Atvinnulífsins og Ríkissattstjóra voru kynntar í gær þar sem fram kom að ríkissjóður, sveitarfélög, lífeyrissjóðir og stéttarfélög fara á mis við um 13,8 milljarða tekjur árlega. Þetta á eingöngu við fyrirtæki sem velta minna en 1 milljarði króna á ári, og má því áætla að tapaðar tekjur vegna svartrar atvinnustarfsemi séu umtalsvert hærri e…
2. nóvember 2011
Stýrivaxtahækkun vekur furðu
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að hækka vexti bankans um 0,25% í morgun vekur furðu Starfsgreinasambands Íslands. Seðlabankinn telur þessa hækkun réttlætanlega í ljósi þess góða efnahagsbata sem fram kemur í hagtölum bankans, en bendir þó á að óvissa hafi aukist. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði nokkru meiri í ár og á næsta ári en spáð var í ágúst og að verðbólga verð…
21. október 2011
Vinnuverndarvika
Evrópska vinnuverndarvikan 2011, Öruggt viðhald - Allra hagur, verður að þessu sinni haldin 24. – 28. október. Áherslan er áfram þetta árið á viðhaldsvinnu eins og árið 2010 en nú verður horft til eftirfarandi þátta: "Vélar og tæki" - "Framleiðslulínur" - "Lítil fyrirtæki í viðhaldsverkefnum"  Af tilefni vinnuvernadarvikunnar verður haldin ráðstefna þriðjudaginn 25 október á grand Hótel. Dagskrá r…