29. september 2016
Formannafundur SGS
Í gær, 28. september, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð.
Á dagskrá fundarins voru eftir mál:
- Undirbúningur fyrir þing ASÍ.
- Dagskrá vetrarins hjá SGS.
- Húsnæðismál - Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, fór yfir nýsamþykkt …
26. september 2016
Þing ASÍ-UNG - ný stjórn
4. þing ASÍ-UNG var haldið í húsakynnum Rafiðnaðarskólans síðastliðinn föstudag (23. september). Á þinginu sagði ungt fólk frá reynslu sinni á vinnumarkaði og baráttunni fyrir réttindum sínum. Þá voru flutt erindi um stöðu ungs fólk á húsnæðismarkaði og vinnumarkaðinn og fjölskylduna. Eftir hádegi fór fram hópavinna þar sem leitast var við að svara spurningunni „Hvernig sjáum við framtíð ungs fólk…
22. september 2016
ASÍ og BSRB krefjast breytinga á fæðingarorlofskerfinu
ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu og lagt af stað í átak á samfélagsmiðlum sem byggir á viðtölum við foreldra ungra barna sem þekkja af eigin raun annmarka kerfisins. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi er fólk hvatt til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaed…
21. september 2016
Atvinnuleysi var 2,9% í ágúst
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2016, sem jafngildir 85,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.200 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst…
15. september 2016
Landsvirkjun samþykkir keðjuábyrgð
Því ber að fagna að Landsvirkjun hefur samþykkt reglur um keðjuábyrgð, en reglunum er ætlað að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir þessum reglum í langan tíma og Starfsgreinasambandið hvetur önnur opinber fyrirtæki og stof…