30. september 2015
Svartur blettur sem verður að uppræta
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann gerir kjarasamningsbrot í ferðaþjónustunni m.a. að umtalsefni.
...
Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða.
Lan…
29. september 2015
Undirritun kjarasamnings við ríkið frestað um viku
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins funduðu með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu í gær til að ganga frá nýjum kjarasamningi milli aðila. Að beiðni samninganefndar ríkisins var undirritun samningsins hins vegar frestað um eina viku. Ástæðan er sú að næstkomandi föstudag mun svonefndur Salek-hópur (fulltrúar stærstu heildarsamtaka á vinnumarkaði) funda o…
28. september 2015
Starfsfólk skyndibitastaða í USA berst fyrir rétti sínum að ganga í stéttarfélög
Þann 10. nóvember næstkomandi mun starfsfólk skyndibitastaða í Bandaríkjunum fara í verkfall í þeim tilgangi að krefjast 15$ lágmarkslauna á tímann og um leið þess sjálfsagða réttar að fá ganga í stéttarfélög. Baráttuherferðin fyrir 15$ lágmarkstímalaunum hafi gengið vel hingað til, sbr. samþykktu borgaryfirvöld í bæði Los Angeles og New York nýlega að hækka lágmarkslaun í 15$ á tímann á næstu ár…
25. september 2015
Kaldar kveðjur til verkafólks frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
Starfsmat sveitarfélaga var til umræðu á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og var afturvirkni þess gagnrýnd harðlega. Í samningunum 2008 var ákveðið að þróa starfsmatskerfið áfram og hefur verið unnið að endurskoðun þess síðan 2012. Í samningunum 2014 var síðan samið um að starfsmatið myndi gilda frá 1. maí 2014. Ef að sveitarstjórnarmenn telja að þarna hafi verið undirritaður óút…
24. september 2015
Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun
Starfsgreinasambandið hefur undirritað nýjan kjarasamning við Landsvirkjun sem gildir frá 1. mars síðastliðnum til ársloka 2018. Samningurinn gildir fyrir sumarstarfsfólk í dreifikerfum og á aflstöðvum Landsvirkjunar svo og matráða, ræstingafólk, bílstjóra og tækjamenn á aflstöðvum.
Samningurinn er á sömu nótum og undirritaðir samningar á hinum almenna vinnumarkaði en þó voru ferðalaun sett inn í…!--more-->