22. ágúst 2011
Þing norræna matvælasambandsins hafið á Selfossi
Þing Nordisk Unionen hófst í morgun á Selfossi. Þingið sitja 55 fulltrúar stéttarfélaga frá öllum Norðurlöndunum innan matvælaframleiðslu. Í upphafi þingsins vottuðu þingfulltrúar fórnarlömbum voðaverksins á Úteyju samúð sína með einnar mínútu þögn. Meginþema þingsins er aukin samkeppni á vinnumarkaði sem hefur leitt til félagslegra undirboða og mikils óöryggis á vinnumarkaði. Þingið krefst þ…
19. ágúst 2011
(1)
Tilmæli vegna yfirvofandi vekfalls Félags leikskólakennara
Starfsgreinasamband Íslands hefur sent út bréf til allra aðildarfélaga sambandsins vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara. Þetta er gert til að upplýsa leiðbeinendur á leikskólum um mikilvægi þess að ganga ekki í störf þeirra starfsmanna sem eru í verkfalli.
Til formanna aðildarfélaga SGS
Eins og ykkur er kunnugt þá hefur Félag…
18. ágúst 2011
Norrænt þing starfsfólks í matvælaframleiðslu á Selfossi
Þing Nordiska Unionen, samtaka launafólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum, verður haldin á Selfossi daganna 21-23 ágúst. Samtökin er norrænn samstarfsvettvangur um 150.000 félagsmanna innan margvíslegra starfsgreina tengdum matvælaframleiðslu, s.s. fiskvinnslu, landbúnaði og matvælavinnslu. Á þingið mæta um 50 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum til að ræða málefni starfsfólks í matvælaiðn…
15. ágúst 2011
Nýr framkvæmdastjóri
Starfsgreinasamband Íslands hefur ráðið Kristján Bragason, tímabundið til starfa sem framkvæmdastjóra. Kristján er vinnumarkaðsfræðingur og hefur mikla reynslu af verkalýðsmálum, en hann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri SGS á árunum 2000-2003 og sem sérfræðingur hjá Verkamannasambandi Íslands 1996-2000.