29. ágúst 2016
Samningur SGS við ríkið kominn á vefinn
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og ríkisins vegna starfsfólks hjá ríkisstofnunum er nú aðgengilegur á rafrænu formi. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Prentuð útgáfa samningsins verður tilbúin á næstu dögum. Hafi félagsmenn hug á að nálgast eintak af umræddum samningi er þeim bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag eða heimsækja skrifstofu þess. Eins og áður…
29. ágúst 2016
Trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði
Sú nýbreytni verður hjá Félagsmálaskóla alþýðu í haust að boðið verður upp á opið trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði. Lengd námskeiðs samsvarar heilli viku, en henni dreift á allt misserið. Byrjað verður á staðbundinni lotu sem tekur tvo daga (15. – 16. september), þar sem farið verður í Þjóðfélagið og vinnumarkaður, Trúnaðarmaðurinn, starf og staða, ásamt því að lögð verður áhersla á h…
25. ágúst 2016
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs
Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær var meðfylgjandi ályktun samþykkt.
"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs þar sem embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana eru úrskurðaðir tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi. Niðurstaða kjararáðs gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði og lá til grundvallar vinnu aðila vinnumarkaðar…
18. ágúst 2016
Vaktavinna í ferðaþjónustu - mikilvæg atriði
Nú þegar ferðaþjónustan er í miklum blóma hér á landi fer starfsfólki innan greinarinnar eðlilega ört fjölgandi. Sérstakur kjarasamningur milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins gildir um störf í ferðaþjónustunni, þ.e. um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaði, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæða starfsemi. Í honum er að finna ákvæði um t.a.m. kaup, orlof, vinnutíma og síð…
17. ágúst 2016
Atvinnuþátttaka rúmlega 85% á öðrum ársfjórðungi
Samkvæmt nýrri útgáfu Hagstofunnar um vinnumarkaðinn voru 199.300 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2016, sem jafngildir 85% atvinnuþátttöku. Frá öðrum ársfjórðungi 2015 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 3.000 og atvinnuþátttakan aukist um 0,7 prósentustig. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2016 var 80,9% en karla 88,8%. Til samanburðar þá var hlutfall kvenna á vinnumarkaði 8…