9. júní 2017
Ríkisrekin þrælasala Norður-Kóreu
Eitt að þeim málum sem sérstaklega er tekið fyrir á 106. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf fjallar um norður-kóreska þræla í Póllandi. Pólska ríkisstjórnin sætir gagnrýni fyrir að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir þetta en ljóst er að vandinn er víðtækari en bara í Póllandi. Norður-Kórea hefur sent fólk til að vinna í yfir 40 löndum um heim allan. Áður var það aða…
7. júní 2017
Svarti listinn á Alþjóðavinnumálaþinginu
Á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, sem nú stendur yfir í Genf, eru starfandi nokkrar nefndir og fylgist undirrituð sérstaklega með nefnd sem fjallar um einstök lönd og hugsanleg brot þeirra á grundvallarsáttmálum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Þessir grundvallarsáttmálar varða meðal annars bann við þrælahaldi, réttinn til að taka þátt í stéttarfélögum, réttinn til að gera kjarasamning…
6. júní 2017
Umhverfismál og jafnrétti í forgrunni á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
106. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar var sett í Genf þann 5. júní síðastliðinn. Þingið er haldið árlega og er stærsti vettvangur heims þar sem stéttarfélög, stjórnvöld og atvinnurekendur frá öllum heimshornum koma saman og ræða vinnumarkaðsmál. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) er elsta stofnun Sameinuðu þjóðanna og sú eina þar sem svona þríhliða samráð er viðhaft. ILO fagnar hundrað ára afmæli…
4. júní 2017
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf - kr. 280.000
Vert er að vekja athygli félagsmanna á eftirfarandi punktum varðandi lágmarkstekjur.
- Lágmarkstekjur fyrir fullt starf - kr. 280.000
- Fyrir dagvinnu og allar bónus-, álags- og aukagreiðslur
- Miðað við 173,33 tíma á mánuði eða 40 stundir á viku
- Greiða skal uppbót á laun þeirra sem ná ekki kr. 280.000 fyrir dagvinnu
- Dæmi: Ef taxtinn er kr. 266.000 og viðkomandi fær engar aukagreiðslur, sem t…
1. júní 2017
Vel heppnaður ungliðafundur
Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir fundi fyrir ungt fólk á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 29. og 30. maí. Alls mættu 18 ungliðar á aldrinum 18 til 33 ára til fundarins, en öll eru þau félagsmenn aðildarfélaga SGS.
Dagskráin var fjölbreytt og umræður líflegar. Farið var yfir hvernig starfið í hreyfingunni fer fram, Ásbjörg Kristinsdóttir frá Landsvirkjun ræddi um verkefnastjórnun og mikilv…