29. júní 2015
Endurskoðað starfsmat sveitarfélaganna
Þau störf sem félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinsambandsins inna af hendi hjá sveitarfélögum eru metin í stigum eftir ákveðnu kerfi og fjöldi stiga segir til um hversu mikið er greitt fyrir hvert starf, þ.e. hvar það lendir í launatöflunni. Í þar síðustu kjarasamningum var ákveðið að ráðast í endurmat á öllum störfum sem rúmast innan kjarasamninga SGS og Samband Íslenskra sveitarfélaga og er…
24. júní 2015
Hækkun menntastyrkja
Stjórnir þriggja fræðslusjóða sem félagsmenn aðildarfélaga SGS greiða til; Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt, hafa samþykkt eftirfarandi hækkanir á einstaklingsstyrkjum úr sjóðunum :
Landsmennt
Stjórn Landsmenntar hefur samþykkt að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 70.000 kr. frá og með 1. júlí nk. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá…
23. júní 2015
Samningur við Bændasamtökin undirritaður
Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins og er nú talað um að hann taki til starfsfólks í landbúnaði en ekki einungis á lögbýlum. Þá voru upphæðir sem draga má frá launum vegn…
22. júní 2015
Kjarasamningur samþykktur alls staðar
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu…
19. júní 2015
Til hamingju með daginn!
19. júní 2015 fögnum við því að eitt hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi auk þess sem eignalausir menn fengu einnig kosningarétt þennan dag. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna í alþingiskosningum var hörð og hávær og afleiðingar þess að veita konum þennan rétt urðu ekki skelfilegar þrátt fyrir varnaðarorð. Fyrst um sinn voru það þó einungis konur yfir fertugt sem fe…