7. maí 2015
Verkfallsvarsla almennt gengið vel
Það hefur varla farið fram hjá neinum að í gær og í dag (6. og 7. maí) eru um 10.000 félagsmenn 16 aðildarfélaga SGS í verkfalli. Talið er að verkfallið snerti rúmlega 1.500 fyrir á landsbyggðinni og hefur áhrifanna gætt víða, meðal annars í kjöt- og fiskvinnslu, ferðaþjónustu, flutningum og byggingastarfsemi. Talið er að áhrifin af verkfallinu sem nú stendur yfir séu talsvert meiri en af hálfsdag…
6. maí 2015
Virk verkfallsvarsla um allt land!
Á miðnætti í nótt hófust umfangsmiklar verkfallsaðgerðir um allt land fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Keflavík. Ríflega 10.000 manns lögðu niður störf til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Lítið hefur mjakast í viðræðum og svokallað tilboð SA sem barst á sunnudag var mjög langt frá hugmyndum Starfsgreinasambandsins til lausnar, enda var verkafólki ætlað að greiða fyri…
5. maí 2015
Tilboð SA jafngildir 30 þús. kr. hækkun á þremur árum
Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í morgun undir yfirskriftinni „SA segjast vilja rétta hlut tekjulægstu hópa“, telur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) mikilvægt að halda til haga staðreyndum.
Fullyrðingar og prósentutölur í bréfi Björgólfs Jóhannssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins (SA), sem er umfjöllunarefni fréttarinnar, eru ekki í samræmi við það sem fram hefur komi…
1. maí 2015
Ræða framkvæmdastjóra SGS 1. maí
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti ræðu á 1. maí-hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Selfossi í dag. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
............................
Kæru félagar,
Vorsins 2015 verður minnst um langan tíma í verkalýðssögunni. Við stöndum í miðjum átökum, þeim hörðustu sem hafa verið á vinnumarkaði í áratugi. Svona átök spretta ekki upp úr engu og…
1. maí 2015
Ræða formanns SGS 1. maí
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, flutti ræðu á 1. maí-hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Skagafirði í dag. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
............................
Ágætu félagar
til hamingju með daginn, baráttudag verkafólks !
Það er mér sönn ánægja að ávarpa þennan baráttufund.
Sem formaður Starfsgreinasambands Íslands get ég vottað að gjarnan er horft til…