3. maí 2019
Atvinnulausir næstum tvöfalt fleiri en fjöldi lausra starfa
Á fyrsta ársfjórðungi 2019 reyndist atvinnuþátttaka vera að jafnaði 81% af mannfjölda, eða að meðaltali um 205.700 manns. Þar af töldust að meðaltali 6.200 manns vera atvinnulausir eða um 3,0%. Á sama tíma voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt starfaskráningu Hagstofunnar eða um 1,5% starfa, samanber áður útgefnar tölur. Atvinnulausir eru því um tvöfalt fleiri en fjöldi lausra…