8. apríl 2025
Kjarasamningsbundnar launahækkanir í apríl
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að ganga vel úr skugga um hvort kjarasamningsbundnar launahækkanir skili sér þegar laun fyrir aprílmánuð verða greidd út um næstu mánaðarmót. Annars vegar er um að ræða kauptaxtahækkanir á almennum vinnumarkaði hins vegar hækkanir hjá þeim sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.