29. apríl 2016
Íslenskt fyrirtæki lækkar yfirvinnuálag fiskverkafólks í Grimsby
Frá apríl 2016 ber atvinnurekendum á Bretlandseyjum að greiða samkvæmt lögum um lágmarkslaun og eru þau ákveðin 7,2 pund á tímann (1.300 krónur) fyrir starfsfólk 25 ára og eldri en til samanburðar er lágmarks tímakaup í fiskvinnslu 1.440 krónur hér á landi, án bónusgreiðslna.
Alþjóðasamtök launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði (IUF) sem SGS á aðild að hefur leitað ásjár hjá SGS í við…
28. apríl 2016
Framvegis ryður brautina í endurmenntun atvinnubílstjóra
Framvegis – miðstöð símenntunar er fyrsti viðurkenndi námskeiðshaldarinn sem hlýtur starfsleyfi frá Samgöngustofu vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra en leyfið hlaust síðastliðinn miðvikudag. Í því felst að skipulag, innihald og fagstjórn námskeiða hjá Framvegis taki mið af þeim kröfum sem gerðar eru til námskeiðshaldara, bæði í námskrá Samgöngustofu og opinberum reglugerðum er varða endurmenntu…
27. apríl 2016
Atvinnuleysi 3,8% í marsmánuði
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 191.000 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í mars 2016, sem jafngildir 81,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir mars 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan minnkað…
26. apríl 2016
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá um land allt
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig í stafrófsröð. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að fjölmenna!
…!--more-->
12. apríl 2016
Öryggi ungs fólks í vinnunni verulega ábótavant
Í nýútkominni rannsókn á velferð og öryggi ungs fólks á vinnumarkaðnum kemur fram að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna í að koma í veg fyrir slys á ungu fólki. Í heildina er ungt fólk á vinnumarkaði í meiri hættu á að hljóta andlegan og líkamlegan skaða af vinnu heldur er eldra fólk. Ungu fólki á vinnumarkaði er sérstaklega hætt við slysum í landbúnaði, skógarvinnslu og fiskiðnaði. Fjöldi…