29. apríl 2013
Baráttudagur verkalýðsins um allt land
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga á 34 stöðum um allt land 1. maí. Dagskráin er jafn fjölbreytt og félögin eru mörg en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, fagna áunnum réttindum o…
26. apríl 2013
Ferðaþjónustan festir sig í sessi
Í nýútkominni skýrslu Ferðamálastofu um ferðaþjónustuna á Íslandi er staðfest aukning á ferðamönnum til landsins milli ára. Hlutfall ferðaþjónustu í gjaldeyristekjum er orðið 23,5% og hefur farið stigvaxandi síðustu þrjú árin. Ferðaþjónustan aflar um 237.707 milljarða í þjóðarbúið og nær 20% fleiri ferðamenn komu til landsins 2012 en árið áður. Ferðaþjónustan er því orðin stór hluti af okkar lífsv…
23. apríl 2013
Launamunur kynjanna mestur í fjármálastarfsemi og framleiðslu
Í nýrri skýrslu Hagstofunnar um launamun kynjanna kemur í ljós að hann er langmestur innan fjármálastarfsemi (34,3%) en næst koma framleiðslugreinarnar með 23,5% launamun. Þess skal getið að þetta er heildarlaunamunur kynjanna áður en leiðrétt er fyrir starfi, menntun, aldri, starfsaldri og fleiri skýringaþáttum sem yfirleitt eru notaðir til að fá fram óútskýrðan launamun kynjanna. Þetta eru…
15. apríl 2013
Komið að leiðréttingu fyrir þá lægst launuðu
Starfsgreinasambandið gerir þá kröfu til stjórnmálamanna að loforð í aðdraganda kosninga um eflingu velferðarkerfisins, hækkun lægstu launa innan kerfisins og leiðréttingu kynbundinna launa standist. Innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er fjöldi fólks, aðallega konur, sem vinnur við ræstingar og umönnun á ríkisstofnunum og stofnunum sem háðar eru ríkisframlagi. Þetta starfsfólk hefur teki…
9. apríl 2013
Ráðstefna um samninga í ferðaþjónustu
Í aðdraganda kjarasamninga heldur Starfsgreinasambandið þrjár ráðstefnur þar sem farið er yfir kjarasamninga á hverju sviði. Í dag er komið að samningnum fyrir starfsfólk á veitinga- og gististöðum en fulltrúar verkalýðsfélaga alls staðar af landinu koma saman og rýna í það sem betur má fara í samningnum. Í hinni ört vaxandi grein ferðaþjónustunnar er þörf á sífelldri endurskoðun. Ný störf hafa or…