6. mars 2018
Klukk nú einnig fáanlegt á ensku og pólsku
Tímaskráningarappið Klukk er nú einnig fáanlegt á ensku og pólsku. Nýjasta útgáfan af Klukki uppfærist sjálfkrafa í símanum og er skipt um tungumál með því að fara í stillingar í appinu. Tilgangurinn með appinu er að hjálpa launafólki að halda utan um sínar vinnustundir. Þannig má á auðveldan hátt nálgast yfirlit yfir unna tíma í mánuði og bera saman við greiddar vinnustundir á launaseðli og ganga…!--more-->
5. mars 2018
Laun starfsfólks hjá sveitarfélögum hækka um 1,4% frá áramótum
Laun félagsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að 1,4 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði. Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni.
Samkomulagið um launaþróun e…!--more-->
1. mars 2018
Samið um launaþróunartryggingu fyrir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum
Fyrr í dag undirrituðu aðilar vinnumarkaðarins nýtt samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að meðaltali 1,4 prósent vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um að meðaltali 0,5 prósent. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2018.
Samkomu…!--more-->