24. febrúar 2023
Formannafundur SGS
Í gær, fimmtudaginn 23. febrúar, fór fram formannafundur Starfsgreinasambands Íslands. Um var að ræða útvíkkaðan fund, en til slíkra formannafunda eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.
21. febrúar 2023
SGS og Bændasamtökin undirrita nýjan kjarasamning
Í gær undirritaði SGS nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands. Samningurinn nær til starfsmanna sem vinna við almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum.
15. febrúar 2023
Varða kannar stöðu launafólks
Um þessar mundir stendur Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins fyrir könnun um stöðu launafólks á Íslandi, en þetta er þriðja árið í röð sem slík könnun er gerð. Meginmarkmið könnunarinnar er að varpa ljósi á fjárhagslega stöðu og heilsu launafólks á Íslandi sem og réttindabrot á vinnumarkaði.
13. febrúar 2023
Nýr stofnanasamningur SGS og Veðurstofu Íslands
Starfsgreinasamband Íslands og Veðurstofa Íslands hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Veðurstofunni sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.