12. nóvember 2018
Desemberuppbót 2018
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
Upphæðir desemberuppbót…!--more-->
12. nóvember 2018
Hörður Guðbrandsson nýr formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur
Hörður Guðbrandsson hefur tekið við formennsku Verkalýðsfélags Grindavíkur, en hann tekur við embættinu af Magnúsi Má Jakobssyni sem gegnt hefur formennsku í félaginu frá árinu 2012. Hörður er búfræðingur að mennt og hefur starfað við ýmsa verkamannavinnu í gegnum tíðina, m.a. sem bílstjóri, verkstjóri og sjómaður. Hörður var í bæjarstjórn Grindavíkur í 10 ár og forseti bæjarstjórnar megnið af þei…!--more-->
2. nóvember 2018
Atvinnuleysi 2,2% á þriðja ársfjórðungi
Á þriðja ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 206.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 202.200 starfandi og 4.500 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 82,4%, hlutfall starfandi 80,6% en atvinnulausra 2,2%.
Atvinnulausar konur voru 2.200 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 2.300 eða 2,0%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 1,5…!--more-->
2. nóvember 2018
SGS auglýsir eftir nýjum framkvæmdastjóra
Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
Starfssvið:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri
- Stefnumótun og framkvæmd ákvarðana
- Umsjón með gerð og túlkun kjarasamninga
- Umsjón með kynningarstarfi, útgáfu og samskiptum við fjölmiðla
- Skipulagning samráðs og samstarfs aðildarfélaga
- Samski…