10. október 2013
Heimsókn frá Færeyskum félögum
Síðastliðinn föstudag fékk Starfsgreinasambandið góða heimsókn frá félögum sínum í Færeyjum. Formenn fimm stéttarfélaga í Færeyjum funduðu þá með starfsmönnum SGS og ASÍ m.a. til að fræðast um helstu lög, reglur og réttindi á íslenska vinnumarkaðnum og hin ýmsu atriði í kjarasamningum SGS.
Formennirnir komu frá eftirfarandi félögum; Føroya Arbeiðarafelag, Havnar Arbeiðsmannafelag, Havnar Arbeiðsk…
5. október 2013
Alþýðusamband Norðurlands hvetur til stuttra samninga
Alþýðusambandsþingi Norðurlands lýkur í dag og voru eftirfarandi ályktanir samþykktar, annars vegar um efnahags- kjara- og atvinnumál og hins vegar um flugvöllinn í Vatnsmýri
Ályktun um efnahags- kjara- og atvinnumál
33. þing Alþýðusambands Norðurlands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags-, kjara- og atvinnumála í landinu.
33. þing Alþýðusambands Norðurlands hvetur aðila vinnumarkaðar…
4. október 2013
Þing Alþýðusambands Norðurlands
Mikill samhugur og samstaða er á þingi Alþýðusambands Norðurlands sem nú stendur yfir á Illugastöðum. Kjaramál eru eðlilega ofarlega á baugi enda stutt þangað til kjarasamningar renna út. Formaður starfsgreinasambandsins, varaformaður Samiðnar og formaður Landssambands Verslunarmanna eru meðal fulltrúa og fóru þau yfir stöðuna fyrir hvert samband fyrir sig. Samhljómur var um stutta samninga og öll…
2. október 2013
Undirbúningur kjarasamninga og viðræðuáætlanir
Starfsgreinasamband Íslands gerir fjölda kjarasamninga, en þeir sem snúa að almenna markaðnum renna út í lok nóvember næstkomandi. Fyrstan ber að nefna aðalkjarasamninginn sem er gerður við Samtök atvinnulífsins og sérstakan kjarasamning um veitinga- og gististaði, einnig við SA. Nokkrir sérkjarasamningar eru gerðir á grunni aðalkjarasamningsins; við Bændasamtök íslands vegna fólks sem vinna…