13. október 2011
Ræða forseta ASÍ við upphaf þings Starfsgreinasambandsins
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kom víða við í ræðu sinni. Hann talaði um hversu grátt krónan hefði leikið launafólk í landinu og í atvinnumálunum sagði hann að mestu tækifærin fælust í að nýta þau tækifæri sem eru í okkar græna hagkerfi því Ísland gæti orðið eitt af fyrstu löndunum sem byggi meirihluta efnahagsstarfseminnar á grænum gildum.
Ræðu Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ má sjá hér.
…
13. október 2011
Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við setningu þings SGS
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í ávarpi sínu við setningu þings Starfsgreinasambandsins að það væri mikilvægt að verkalýðshreyfingin og stjórnvöld væru í sama liði til að vinna þjóðina út úr kreppunni. Hann hrósaði verkalýðshreyfingunni fyrir gott innlegg og samstarf í vinnumarkaðsúrræðum á undanförnum misserum.
Ávarp Guðbjarts Hannesonar velferðarráðherra má lesa hér. Athygli skal v…
13. október 2011
Setningarávarp Björns Snæbjörnssonar, formanns SGS á þingi sambandsins
Framtíð Starfsgreinasambandsins var Birni Snæbjörnssyni formanni hugleikið í setningarræðu hans á 3. þingi SGS sem hófst í morgun. Í ræðu sinni sagði hann m.a. "Ég tel að Starfsgreinasambandið sé nauðsynlegur vettvangur fyrir íslenskt verkafólk. Eitt af meginverkefnum þessa þings verður að ræða framtíð sambandsins. Ef Starfsgreinasambandið verður lagt niður þá mun það veikja samstöðu launafó…
6. október 2011
Þing Starfsgreinasambands Íslands
Starfsgreinasamband Íslands mun halda þing sambandsins dagana 13-14 október næstkomandi á Hótel Loftleiðum. Þingsetning hefst kl. 11:00 með ávarpi formanns og gesta. Kjörorð þingsins er "Horft til framtíðar", en megináherslan verður á skipulagsmál sambandsins - verkefni og hutverk. Einnig verður umfjöllun um kjara- og atvinnumál, enda skipta þau mál félagmenn SGS miklu máli.
Þingið munu sitj…