21. janúar 2022
Réttindi starfsmanns við uppsögn á almennum vinnumarkaði
Meginreglan er sú að einungis á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsögn, aðrar reglur gilda um starfsfólk sveitarfélaga og ríkis. Framkvæmd uppsagnarinnar á almennum vinnumarkaði skal vera skrifleg og á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns.
18. janúar 2022
Stytting vinnuvikunnar ekki gengið eins og stefnt var að hjá sveitarfélögunum
Varða - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði könnun meðal starfsfólks sveitarfélaganna sem er í félögum SGS.
18. janúar 2022
Slysaréttur starfsmanns er virkur í fjarvinnu
Samkvæmt lögum og kjarasamningum eiga fjarvinnustarfsmenn að njóta sömu réttinda og aðrir sambærilegir starfsmenn í starfstöð atvinnurekanda. Sömu skilyrði gilda þegar kemur að aðbúnaði, hollustuháttum og slysum sem verða við vinnu fjarvinnustarfsmanna.
14. janúar 2022
Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS - starfsfólk sveitarfélaga
Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.
13. janúar 2022
Samspil sóttkvíar og orlofs
Umræða um réttindi starfsfólks þegar kemur að samspili sóttkvíar og orlofs hefur verið sérstaklega áberandi undanfarið en samkvæmt tölulegum upplýsingum frá 12. janúar sættu 10.063 sóttkví. Brot gegn sóttkví geta varðað refsingu sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997.