31. janúar 2017
Erindrekstur um allt land
Forysta Starfsgreinasambandsins hélt áfram erindrekstri nú eftir áramótin og á síðustu tveimur dögum hafa Björn Snæbjörnsson formaður SGS, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir varaformaður SGS og Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS heimsótt fjögur aðildarfélög. Þetta eru félögin Hlíf í Hafnarfirði, Drífandi í Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélag Vestfjarða á Ísafirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur.…
30. janúar 2017
Keðjuábyrgð reynist vel í Noregi
Íslendingar þekkja of vel margar þeirra áskorana sem stéttarfélög í Noregi standa frammi fyrir. Samkvæmt lögreglunni þar í landi eru glæpir á vinnumarkaði ört vaxandi. Fyrir utan hreina glæpastarfsemi eru starfsmannaleigur þyrnir í augum stéttarfélaganna auk tímabundinna ráðningarsamninga. Þá færist það í vöxt að fólk er ráðið „án launa á milli verkefna“ sem þýðir að fólk fær bara greitt þegar vin…
25. janúar 2017
Kjarasamningsumhverfið í Noregi
Í Noregi eru gerðir kjarasamningar á tveggja ára fresti og næstu samningar eru árið 2018. Þetta er ljóst og allir vinna samkvæmt þessum áherslum. Misjafnt er hvort að landssamböndin innan LO (Norska ASÍ) fara sameinuð í viðræðurnar eða sitt í hvoru lagi. Þegar farið er saman er meiri kraftur í kröfunum en á móti kemur að þá er erfiðara að ná fram sérkröfum. Iðnaðurinn semur iðulega fyrst og setur…
20. janúar 2017
Glærur af ráðstefnu um hlutastörf og vaktavinnu
Starfsgreinasamband Íslands hélt ráðstefnu þann 12. janúar síðastliðinn um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Fast að 100 manns sótti ráðstefnuna enda fyrirlestrarnir hverjum öðrum betri. Streymt var frá rástefnunni og má sjá upptökur á facebook-síðu Starfsgreinasambandsins: https://www.facebook.com/starfsgreinasambandislands/?fref=ts.
Hér má svo nálgast glærurnar sem fyri…!--more-->
19. janúar 2017
SGS á ferð um Norðurlönd
Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hafa verið á ferð um Noreg og Danmörku til að kynna sér kjarasamningsgerð og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar þar í löndum. SGS hittu Fällesforbundet i Noregi, sem eru systursamtök SGS og stærstu landssamtök innan norska ASÍ (LO). Þá var haldin kynning á framkvæmd verkfalls starfsfólks í hótel- og veitingagreinum í fyrrasumar sem SGS studdi með r…