28. janúar 2014
Kristján Bragason ráðinn framkvæmdastjóri NU-HRCT
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Kristján Bragason, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og ferðaþjónustu. Sjö landssambönd á Norðurlöndunum eiga aðild að samtökunum og eru félagsmenn um 115.000 talsins. NU-HRCT er eitt af þeim norrænu félögum sem SGS á aðild að með virkri þátttöku. Samtökin eru…
22. janúar 2014
Niðurstöður atkvæðagreiðslu meðal félaga SGS
Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa nú lokið talningu vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fór með umboð fyrir 16 þessara félaga en Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) samdi sér og birti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar saman.
Alls samþykktu 5 af 19 félögum innan S…!--more-->
22. janúar 2014
5 félög búin að samþykkja, 11 félög hafa fellt
Niðurstöður hafa nú borist í atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga frá öllum aðildarfélögum sem SGS fór með umboð fyrir. Af þeim 16 félögum sem eru búin að telja samþykktu 5 þeirra samningana en 11 félög felldu þá. Í flestum félögum var viðhöfð póstatkvæðagreiðsla en á nokkrum stöðum var haldinn kjörfundur. Báran á Selfossi var með rafræna kosningu.
Kosningaþátttaka hjá þessum 16 félögum var 28,…
20. janúar 2014
Norðurlöndin taka höndum saman í ferðaþjónustu
Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum (NU-HRCT) hafa mótað norræna atvinnustefnu í ferðaþjónustu. Í atvinnustefnunni er lögð áhersla á sjálfbærni og samkeppnisstöðu Norðurlandanna, hvernig þau geta unnið saman og kynnt sig sem vænlegari kost fyrir ferðamenn.
Ferðaþjónustan er víða á krossgötum þar sem hún eykst sífellt og fer f…!--more-->
12. janúar 2014
Í tilefni umræðu um kjarasamninga
Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og víðar um nýgerða kjarasamninga sem félagsmenn okkar eru þessa dagana að greiða atkvæði um.
Umræða um kjaramál er góð en þó þarf að gæta sanngirni og að fólk geti treyst því að rétt sé farið með. Rétt er að koma því á framfæri að mikil og góð samstaða var innan samninganefndar SGS þegar kröfugerð sambandsins var mótuð. Krafan var að hækka lægstu taxta…