Aðild að stéttarfélagi borgar sig
Flest launafólk ver u.þ.b. helmingi af vökutíma sínum í vinnunni. Stéttarfélagið er mikilvægur bakhjarl þinn á vinnumarkaði. Á stundum þegar allt leikur í lyndi léttir félagið undir með þér hvort sem þú leitar upplýsinga um kaup og kjör, þarft ný gleraugu, ætlar á námskeið, kaupa kort í ræktina eða langar í sumarbústað.
Mikilvægi öflugs bakhjarls er þó mest þegar á móti blæs eins og við atvinnumissi, veikindi eða slys eða ef upp kemur alvarlegur ágreiningur á vinnustað. Þá er ómetanlegt að eiga öflugan bandamann þar sem stéttarfélagið þitt er. Aðild að stéttarfélagi er ódýr en öflug trygging þar sem þú færð mikið fyrir peninginn.
Kannaðu réttindi þín hjá þínu félagi!
Var efnið hjálplegt?