Starfsmat
Launaumhverfi sveitarfélaga grundvallast af starfsmatskerfi sem hefur þann megintilgang að leggja kerfisbundið mat á störf og þær kröfur sem þau útheimta. Með því að raða störfum eftir niðurstöðum starfsmats eru forsendur launaákvarðana gerðar sýnilegri og rökstuðningur þeirra verður skýrari.
Mikilvægt er að hafa í huga að starfsmat metur aðeins störf en ekki einstaklingsbundna hæfni starfsmanna. Með öðrum orðum þá er lagt mat á það hvaða kröfur eru gerðar til starfsmanns í tilteknu starfi. Starfsmatið á að meta störf óháð því hver starfsmaðurinn er, hvort í hlut á karl eða kona, hvaða stéttarfélagi viðkomandi er í, af hvaða þjóðerni og loks á starfsmatið að vera óháð búsetu eða vinnustað.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Verkefnastofu starfsmats.