Vinnuréttarvefur ASÍ
Vinnuréttarvefur ASÍ er ómissandi upplýsingavefur fyrir launafólk, atvinnurekendur og allan almenning og getur auk þess verið verkfæri í höndum þeirra sem þurfa starfs síns vegna upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
Á vinnuréttarvef ASÍ er fjallað um öll helstu réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda með vísan til laga, dóma og kjarasamninga. Reynt er að haga framsetningu þannig að umfjöllunin sé aðgengileg fyrir launafólk sem vill skoða réttarstöðu sína.
Á vefnum er m.a. fjallað um stofnun ráðningarsambands, launin og öll helstu réttindi og skyldur aðila meðan ráðningarsamband varir. Einnig er fjallað um lok ráðningarsambands sem getur orðið með ýmsum hætti og þá hver réttarstaða launafólks er í framhaldinu.