Kjarasamningur við sveitarfélögin 2024-2028

17 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 3. júlí. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram 5.-15. júlí.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 3972 manns og var kjörsókn 17,45%. Já sögðu 84,27%, nei sögðu 10,39% og 5,34% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.

  • Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
  • Með kjarasamningnum fylgja nýjar launatöflur sem gilda afturvirkt frá 1. apríl 2024.
  • Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs millibili á samningstímanum.
  • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
    1. apríl 2024: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,25%
    1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  • Desemberuppbót á árinu 2024 verður 135.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full desemberuppbót 150.000 kr.
  • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 57.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.
  • Sérstakar greiðslur lægstu launa hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
  • Viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskóla og heimaþjónustu hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
  • Frá 1. ágúst 2024 greiðast viðbótarlaun einnig á einstök starfsheiti í grunnskóla.
  • Framlag í félagsmannasjóð hækkar úr 1,5% í 2,2% frá 1. apríl 2024.
  • Breytingar á undirbúningstímum starfsfólks á leikskólum.