Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna 2024-2028
17 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 3. júlí. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
- Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
- Með kjarasamningnum fylgja nýjar launatöflur sem gilda afturvirkt frá 1. apríl 2024.
- Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs millibili á samningstímanum.
- Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
1. apríl 2024: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,25%
1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5% - Desemberuppbót á árinu 2024 verður 135.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full desemberuppbót 150.000 kr.
- Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 57.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.
- Sérstakar greiðslur lægstu launa hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
- Viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskóla og heimaþjónustu hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
- Frá 1. ágúst 2024 greiðast viðbótarlaun einnig á einstök starfsheiti í grunnskóla.
- Framlag í félagsmannasjóð hækkar úr 1,5% í 2,2% frá 1. apríl 2024.
- Breytingar á undirbúningstímum starfsfólks á leikskólum.
Hér að neðan má nálgast kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 3. júlí 2024. Athugið að samningurinn inniheldur aðeins þær breytingar sem voru gerðar á fyrri samningi ásamt nýjum launatöflum. Heildarútgáfa nýs samnings er væntanleg. Þangað til er vert að benda á fyrri heildarútgáfu.
Eftirtalin 17 félög eiga aðild að samningnum:
- Aldan stéttarfélag
- Báran stéttarfélag
- Drífandi stéttarfélag
- Eining-Iðja
- Framsýn stéttarfélag
- Stéttarfélagið Samstaða
- Stéttarfélag Vesturlands
- Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
- Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
- Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
- Verkalýðsfélag Akraness
- Verkalýðsfélag Grindavíkur
- Verkalýðsfélag Snæfellinga
- Verkalýðsfélag Suðurlands
- Verkalýðsfélag Vestfirðinga
- Verkalýðsfélag Þórshafnar
- Verkalýðsfélagið Hlíf (vegna Garðabæjar)
Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 3972 manns og var kjörsókn 17,45%. Já sögðu 84,27%, nei sögðu 10,39% og 5,34% tóku ekki afstöðu.
Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.