Kjarasamningar SGS og SA 2019-2022

Þann 3. apríl 2019 undirrituðu aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Hér að neðan má nálgast helstu upplýsingar um samningana.

-Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
-Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
-Lægstu laun hækka mest – 30% hækkun á lægstu taxta
-Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans
-Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
-Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
-Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði

Almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 18.000 kr.
1. janúar 2021 15.750 kr.
1. janúar 2022 17.250 kr.

Kauptaxtar hækka sérstaklega
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 24.000 kr.
1. janúar 2021 24.000 kr.
1. janúar 2022 25.000 kr.

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.

Kjaratengdir liðir samningsins, t.d. bónusar, hækka um 2,5% á sömu dagsetningum og hækkanir mánaðarlauna nema um annað sé samið.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 335.000 kr.
1. janúar 2021 351.000 kr.
1. janúar 2022 368.000 kr

Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)
2019 92.000 kr.
2020 94.000 kr.
2021 96.000 kr.
2022 98.000 kr.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)
Maí 2019 50.000 kr.
Maí 2020 51.000 kr.
Maí 2021 52.000 kr.
Maí 2022 53.000 kr.

Eingreiðsla kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.


Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi:
-Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
-Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
-Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.

Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendurnefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.

Ríkisstjórnin kynnti innlegg sitt til að liðka fyrir gerð kjarasamninga í kjölfarið á undirritun nýs kjarasamnings. Aðgerðirnar munu nýtast best tekjulágum einstaklingum og ungu fólki sem rímar við áherslur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Meðal helstu atriða í innleggi ríkisstjórnarinnar eru:
-Nýtt lágtekjuþrep í þriggja þrepa skattkerfi. Ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins aukast um 10.000 kr/mánuði.
-Húsnæðismál: 2 milljarðar í viðbót í stofnframlög 2020-2022 ca. 1.800 íbúðir, unnið verður með aðilum vinnumarkaðarins að leiðum til að auðvelda ungu fólki fyrstu kaup og núverandi heimild til nýtingar á séreingarsparnaði verður framlengd.
-Lífeyrismál: lögfest verður heimild til að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Heimilt verður að ráðstafa tilgreindri séreign til húsnæðismála með tíma og fjárhæðartakmörkum. Farið verður í endurskoðun lífeyristökualdurs í samráði við aðila.
-Fæðingarorlof lengist úr 9 mánuðum í 10 í byrjun árs 2020 og lengist í 12 mánuði í byrjun árs 2021.
-Tekið verður á kennitöluflakki samkvæmt tillögum ASÍ og SA og heimildir til refsinga auknar. Keðjuábyrgð um opinber innkaup verður lögfest. Aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumannsals og nauðungarvinnu aukin
-Verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára verða bönnuð frá 2020 nema með ákveðnum skilyrðum. Frá byrjun árs 2020 verður lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr 5 í 10 ár. Spornað verður við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru, þjónustu og skammtímasamninga.

Ítarefni:

SGS gaf út kynningarbækling í kjölfar undirritunar samningsins, en hann inniheldur upplýsingar um helstu atriði samningsins. Bæklingurinn var sendur út í pósti samkvæmt kjörskrá.

Var efnið hjálplegt?