Kjarasamningur SGS og ríkisins 2024-2028

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 25. júní. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stóð yfir dagana 1.-8. júlí. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 18 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.

  • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024.
  • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
    1. apríl 2024: 26.900 kr. þó að lágmarki 3,25%
    1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  • Laun í grunnþrepi hækka um 98.150 kr. á samningstímanum.
  • Persónuálagsstig haldast óbreytt.
  • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2024 verður 106.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 118.000 kr.
  • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 58.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.

Hér að neðan má nálgast kjarasamning SGS og ríkisins sem undirritaður var 25. júní 2024. Athugið að samningurinn inniheldur aðeins þær breytingar sem voru gerðar á fyrri samningi ásamt nýjum  launatöflum. Heildarútgáfa nýs samnings verður tilbúin í síðasta lagi 1. nóvember 2024. Þangað til er vert að benda á fyrri heildarútgáfu.