Verkafólk hífir upp tekjurnar með yfirvinnu

Í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem komu út 8. maí er fjallað um laun starfsstétta á almennum vinnumarkaði 2013. Verkafólk var með lægstu reglulegu launin árið 2013 í samanburði við aðrar starfsstéttir. Tæplega 90% verkafólks voru með regluleg laun undir 400 þúsund krónum að meðaltali á mánuði, en regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Regluleg laun verkakarla voru 321 þúsund krónur að meðaltali og regluleg laun verkakvenna voru 279 þúsund krónur að meðaltali. Þegar litið er til heildarlauna verkafólks þá voru heildarlaun verkakarla 447 þúsund krónur að meðaltali en verkakonur voru með 371 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Heildarlaun innihalda allar launagreiðslur að frátöldum akstursgreiðslum og hlunnindum. Í umfjölluninni kemur fram að rúmlega 80% kvenna voru með heildarlaun undir 450 þúsund krónum en það sama gilti um tæplega 55% karla. Greiddar stundir voru 47 á viku - 47,3 hjá körlum og 46 hjá konum. Þá sýna niðurstöðurnar að yfirvinna er mest hjá karlkyns verkakörlum og iðnaðarmönnum. Til samanurðar má nefna að regluleg  laun fullvinnandi  stjórnenda  voru  939 þúsund  krónur  að meðaltali  á mánuði  og heildarlaun  þeirra  voru 1.034 þúsund  krónur. Hagtíðindi Hagstofunnar í heild má nálgast hér Pdf-icon.[hr toTop="false" /]  
  1. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  2. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  3. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
  4. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar