Velferðarnefnd Alþingis skorar á stjórnvöld að leysa málefni starfsfólks á hjúkrunarheimilum

Starfsgreinasambandið hefur mótmælt harðlega þeirri aðferðafræði að segja upp tæplega 150 starfsmönnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum nú þegar rekstur þeirra er að flytjast til ríkisins. Velferðarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum svofellda yfirlýsingu sem tekur undir sjónarmið SGS og hvetur stjórnvöld til að leysa málið.

Yfirlýsing frá velferðarnefnd alþingis

Velferðarnefnd Alþingis lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem nú er komin upp vegna færslu á rekstri hjúkrunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins.

Velferðarnefnd Alþingis hvetur stjórnvöld  til að ganga þannig frá yfirfærslunni að starfsfólki sé tryggð áframhaldandi atvinna og réttindi þess og kjör séu tryggð líkt og fordæmi er fyrir við sambærilega yfirfærslu og að horft verði m.a. til þeirra lagareglna sem finna má í lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002.

Telji stjórnvöld lagasetningu nauðsynlega er velferðar nefnd reiðubúin að koma að því og mun gera sitt til að tryggja hraðan framgangs slíks frumvarps innan nefndarinnar ef af yrði eða leggja slíkt frumvarp fram í nafni nefndarinnar.  Nefndin bendir á að mikilvægt er að lausn fáist sem fyrst í málinu, enda skammur tími til stefnu, og mikilvægir hagsmunir vinnandi fólks  í húfi, sem og þjónusta við viðkvæma skjólstæðinga.

  1. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  2. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  3. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
  4. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar