Vel heppnaður fræðsludagur bifreiðastjóra og tækjastjórnenda

Á fjórða tug bifreiðastjóra og tækjastjórnenda komu saman á fræðsludegi á vegum Starfsgreinasambandsins til að ræða sín mál og koma áherlum á framfæri. Fulltrúarnir eru frá 10 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins um allt land og eru flestir starfandi bílstjórar. Farið var yfir endurmenntunarmál og ábyrgð bílstjóra, kjaramálin voru augljóslega í brennidepli og vinnuvernd svo eitthvað sé nefnt. Áherslur fyrir komandi kjarasamninga voru ræddar sérstaklega og var starfsumhverfi, ábyrgð og reynsla ofarlega á baugi. Þáttakendur voru ánægðir með framtakið og ljóst að fræðsludagurinn verður endurtekinn enda full þörf á að bílstjórar eins og aðrir hópar komi saman og ræði sitt starfsumhverfi og kjör sérstaklega.
  1. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 2/19/2025 8:36:18 PM SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…