Undirbúningur kjarasamninga og viðræðuáætlanir

Starfsgreinasamband Íslands gerir fjölda kjarasamninga, en þeir sem snúa að almenna markaðnum renna út í lok nóvember næstkomandi. Fyrstan ber að nefna aðalkjarasamninginn sem er gerður við Samtök atvinnulífsins og sérstakan kjarasamning um veitinga- og gististaði, einnig við SA. Nokkrir sérkjarasamningar eru gerðir á grunni aðalkjarasamningsins; við Bændasamtök íslands vegna fólks sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum, við Landssamband smábátaeigenda vegna fólks sem starfar við beitningu, við NPA-miðstöð vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks, við Landsvirkjun og við Edduhótelin. Lögum samkvæmt ber að gefa út viðræðuáætlanir í aðdraganda kjaraviðræðna og er búið að gefa út slíkar áætlanir fyrir nokkra samninga. Enn á eftir að gefa út viðræðuáætlun fyrir aðalkjarasamning og er það í ferli hjá ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið hefur skipt með sér verkum í kjaraviðræðum og skipa þau Björn Snæbjörnsson, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson samningaráð. Margir undirhópar eru að störfum, bæði vegna einstakra kafla í aðalkjarasamningi og einstaka samningum. Stóru samninganefndina skipa formenn allra aðildarfélaga SGS sem hafa veitt umboð til samningagerðar - alls 16 félög.  Samninganefndin hittist næst mánudaginn 7. október til að fara yfir stöðuna eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram.
  1. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
  2. 11/21/2024 2:32:56 PM Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
  3. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  4. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ